23.10.2007 | 17:19
Að jafna launin niðrá við
Núna eru miklar umræður um undirmönnun í grunnskólum, þó einkum á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef ekki trú á því að kennarar sem hafa horfið til annarra starfa komi til baka í kennslu þó svo að þeir fái frítt í sund og Húsdýragarðinn. Það þarf að hækka launin verulega til þess að stöðva flóttann. En það er ekki hægt vegna þess að fámenn sveitarfélög úti á landi geta ekki borgað sínum hærri laun.Og fyrst að þau hafa ekki burði til þess þá má Reykjavíkurborg ekki hækka laun kennarana sinna. Þetta heitir að jafna launin niðrá við. Sjá umræðu um þetta m.a. hér.
Athugasemdir
Hmm... skil hvert þú ert að fara. Sem sagt að ef sveitarfélagið hefur metnað og fjármagn þá hafi þeir frelsi til þess að gera það við sína starfsmenn. Gagnvart grunnskólakennurum er þetta fullkomnlega heimilt af hálfu Kennarasambandsins enda aldrei litið á þessa "kjarasamninga" (skrifa þá alltaf með gæsalöppum) sem lágmarkssamning. En það er þessi járnagaða samstaða sveitarfélaga sem hindrar. Ég hef smá von að KFR brjóti þessa hlekki. Þá jafnast uppá við.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.