4.4.2014 | 00:32
Halldór Halldórsson er æðsti yfirmaður kerfisins
Halldór segir að í Fréttablaðinu í dag:
"Skólakerfið hefur brugðist börnunum okkar en fær þrátt fyrir það að hjakka í sama farinu án aðgerða."
Halldór Halldórsson hefur verið formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga um árabil. Við grunnskólakennarar höfum verið samningslausir í tvö ár og reynt án árangurs að ræða við samninganefnd sveitarfélaga um breytingar á okkar kjarasamningi með það að markmiði að gera skólakerfið betra.
Halldór og félagar hafa á þessum tveimur árum ekki komið með neinar raunhæfar lausnir í þeim efnum. Þvert á móti hafa sveitarfélögin með Halldór í broddi fylkingar stöðugt fundið afsakanir til að tefja málið og nú er svo komið að grunnskólakennarar eru alveg að missa þolinmæðina.
Svo kemur þessi auglýsing sem snýr öllu á hvolf og er bara þess valdandi að setja málið í hnút frekar en að leysa það.
Það mætti segja ýmislegt um Halldór en lausnamiðaður er hann ekki. Hann er maður átaka.
Vilja borgarbúar slíkan mann?
Gagnrýnin snýr að kerfinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.