13.6.2010 | 10:26
Hverfur massi við frystingu?
Ef 80 kg. líkami er frystur hlýtur hann að vera áfram 80 kg. Hvernig getur hann lést í 5-30 kg. eins og kemur fram í fréttinni? Og þegar hann þiðnar aftur, hver er munurinn á því og jarða með hefðbundnum hætti?
Umhverfisvænna að þurrfrysta lík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Getum við þá ekki þurrfryst Icesave?
Steinn Hrútur, 13.6.2010 kl. 10:41
Vatn hverfur að miklu leiti við þurrfrystingu, ekki massi þess sem eftir er.
Svanur Gísli Þorkelsson, 13.6.2010 kl. 10:51
Ég átta mig núna á að það er verið að tala um frostþurrkun. Líkaminn er þá þurrkaður í frosti og vatnið "gufar" upp.
Get ekki séð að þetta sé hvorki einfaldari eða ódýrari lausn en hefðbundin brennsla. Einfalt að taka fyllingar úr tönnum áður en líkin eru brennd.
Meira um frostþurrkun hér.
Sigurður Haukur Gíslason, 13.6.2010 kl. 11:00
Líkt og Sigurður Haukur segir þá á vattnið þess kost að gufa upp eftir að hafa verið fryst og aðgreint frá öðrum efnum og kemst svo aftur í rétt andrúm.
Föstu efnin gufa ekki upp, til þess þarf meira til. Við það að brenna þá leysist orka sem veldur svo kallaðri mengun og til þess að frysta þarf orku sem mengar mismunandi eftir því hvernig hún er fengin. Vatn hverfur hinsvegar ekki.
Hrólfur Þ Hraundal, 13.6.2010 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.