Af hverju er ekki löngu búið að breyta þessu?

Hvers eigum við íbúar í Kraganum að gjalda? Af hverju er ekki búið fyrir löngu að leiðrétta þetta óréttlæti?

Ég hef kosið Samfylkinguna hér í Kraganum frá því hún var stofnuð og ég á heimtingu á að vita hvað þingmenn mínir (og annarra flokka) hafa gert til að reyna að breyta þessu.


mbl.is Tvöfaldur munur á atkvæðavægi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er búsett í Norðvesturkjördæmi en ég er sammála þér.  Mér finnst óþolandi að þeir sem kjósa "vitlaust" hérna hafi svo mikið vægi.  Samt reyni ég að vega það upp með því að kjósa rétt. 

En auðvitað á landið að vera eitt kjördæmi, Alþingi að vinna fyrir alla þjóðina og alþingismenn að vinna saman að því að endurreisa Ísland.

Anna Einarsdóttir, 23.4.2009 kl. 13:55

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

hafið þið ekki kynnt ykkur kosningarlög landsins? eftir þessar kosningar (semsagt fyrir næstu) flyst einn þingmaður úr nv yfir í kragann.

Fannar frá Rifi, 23.4.2009 kl. 14:02

3 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Ertu ekki að grínast Fannar?

Það er búið að vera hrópandi óréttlæti í þessum málum í 50 ár og þú bendir á að í þarnæstu kosningum verði þetta jafnað.

Svona lýtur dæmið út:

2009: 4800 kjósendur á bak við þingmann í SV en 2366 í NV

2013: 4476 kjósendur á bak við þingmann í SV en 2661 í NV.

Með sama hraða í leiðréttingu atkvæða milli kjördæma þá tekur það 300 ár.

Sigurður Haukur Gíslason, 23.4.2009 kl. 14:30

4 Smámynd: Margrét Júlía Rafnsdóttir

Þetta óréttlæti endurspeglast í fjárframlögum til vegamála; norðaustur- suðvestur. Framlög í öfugu hlutfalli við mannfjölda, en kannski í réttu við atkvæða vægi.

Margrét Júlía Rafnsdóttir, 23.4.2009 kl. 14:34

5 Smámynd: Fannar frá Rifi

Sigurður. tókst ekki eftir því en kjördæmum var breytt fyrir nokkru. ef það er meir en helmings munur á einhverjum kjördæmum þá flyst einn þingmaður á milli úr minnsta í stærsta. eða veistu ekki að það eru bara 9 þingmenn hérna í NV? þegar þetta var ákveðið voru allir flokkar og þingmenn sammála um þessa breytingu. Landsbyggðar kjördæmin byrjuðu með 10 og höfuðborgin með 11.

kjördæma skipan mun aldrei verða sanngjörn og er hvergi sanngjörn um á 0% skekkjumörk á atkvæða vægi. 

Mæli með þessari bloggfærslu fyrir þá sem eru haldnir eins kjördæmistrú. 

Fannar frá Rifi, 23.4.2009 kl. 14:57

6 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Frábært jafnrétti Fannar. Ef munurinn verður MEIRI en tvöfaldur þá er hann leiðréttur en annars ekki. Ég hafði því rangt fyrir mér þegar ég sagði að munurinn verður leiðréttur eftir 300 ár. Hann verður aldrei leiðréttur.

Það er vel hægt að jafna atkvæðamagni án þess að gera landið að einu kjördæmi. Nú eru tæplega 230 þús á kjörskrá og því ættu að vera 3617 kjósendur á bak við hvern þingmann og

Þá fengi SV 16 þingmenn og NV 6 í stað 12 og 9 nú.

Er það ósanngjarnt Fannar?

Sigurður Haukur Gíslason, 23.4.2009 kl. 15:11

7 identicon

Margrét greinilega hefur aldrei komið á vestfirði. Þar sem er ekki einu sinni bundið slitlag á löngum köflum. Þrátt fyrir gríðarlegt ójafnvægi í vegamálum, það er að segja. Allur peningurinn er settur í vegakerfi s-vesturlands.

Gummi (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 15:40

8 identicon

Jú Margrét hefur sko komið á Vestfirði. Margrét var ekki að tala um Vestfirði, heldur NORÐAUSTURLAND þar sem nú eru komin Heíðnsfjarðargöng og fleiri göng í bígerð, sem ég tel að eigi að bíða og setja önnur brýnari verkefni í forgang, eins og Suðurlandsveginn. Það þarf einnig að bæta vegi á Vestfjörðum, það er satt. 

Margrét Júlía Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband