Af hverju Halldór?

Grunnskólakennarar voru fastir í ömurlegum kjarasamningi á árunum 2004-2008.

Af hverju, Halldór Halldórsson, var ekki hægt að hækka laun kennara meira en gert var? Á þessum árum var mesta góðæri sem sveitarfélög hafa upplifað. Á síðastliðnu ári hafa kennarar fengið örlitla leiðréttingu á sínum kjörum.

Af hverju Halldór, er það réttlætanlegt að lækka laun kennara núna? Mér er fyrirmunað að skilja af hverju ekki er hægt að hækka launin í góðæri en lítið mál að lækka í hallæri.

Ef þið eigið svona erfitt með að reka grunnskólann (sem þið hafið alltaf vælt yfir frá því hann fluttist frá ríki til sveitarfélaga) af hverju farið þið ekki frekar fram á það við ríkið að það taki aftur við grunnskólanum í stað þess að fá heimild til að skerða nám barnanna?

(Auka spurning: Hvað eru SA og ASÍ að ræða þessa dagana? Heldurðu að ASÍ samþykki að lækka laun sinna félagsmanna?)


mbl.is Hætta viðræðum ef skerða á laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Júlía Rafnsdóttir

Það er með ólíkindum hvað þessi blessaði Halldór leggur kennara í einelti. Veit hann ekki að einelti er ofbeldi? Kennarar hafa verið lagðir í einelti árum, jafnvel áratugum saman. Halldór ætti að skammast sín. Hvað er hann með í laun?  Getur hann ekki bara byrjað á sjálfum sér og lækkað sín laun? Það sést hvernig þessir menn eru. Þeir hafa ekki skilning á þvi hvað mestu máli skiptir í samfélaginu, þ.e. menntun. Menntunin er undirstaða allra framfara og velmegunar ef á að vera hægt að byggja hana upp aftur.

Margrét Júlía Rafnsdóttir, 23.5.2009 kl. 01:30

2 identicon

Sammála öllu Margrét, en farðu varlega með orðið "einelti". Kennarar hafa verið teknir fyrir af forystu SÍS lengi vel.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband